Árið 2011 útskrifaðist ég með sveinspróf í ljósmyndun frá Københavns Tekniske Skole, með áherslu á tísku- og auglýsingaljósmyndun. Síðan þá hef ég unnið sem ljósmyndari og tekið þátt í fjölbreyttum verkefnum tengdum framleiðslu markaðsefnis  allt frá hugmyndavinnu og stíliseringu til ljósmyndunar og myndbandsgerðar.

Ljósmyndun er ekki bara vinna fyrir mér, heldur ástríða, og það hefur verið einstaklega ánægjulegt að fá viðurkenningu fyrir hana. Ég hef tvisvar hlotið verðlaun fyrir mynd ársins á Blaðaljósmyndasýningu Íslands  árið 2018 í flokki tímarita og 2022 í opnum flokki.

Með víðtæka reynslu í bæði ljósmyndun og myndbandsframleiðslu tek ég að mér fjölbreytt verkefni, en sérhæfi mig sérstaklega í auglýsinga og matarljósmyndun.